Austanstormur með kvöldinu

Í dag gengur í austanstorm á sunnanverðu landinu og hvassast verður syðst á landinu, í Mýrdal og undir Eyjafjöllum en einnig í Fljótshlíð og Landeyjum.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá kl. 16:30 til 22:30. Búist er við staðbundnum 23-28 m/sek undir Eyjafjöllum, í Landeyjum og Fljótshlíð með vindhviðum að 45 m/sek. Ökumenn eru hvattir til að fara varlega á þessum slóðum.

Á suðausturlandi tekur gul viðvörun gildi kl. 17:30 til kl. 23:00 en í Öræfum er búist við sama austanhvassviðri eða stormi og vindhviðum allt að 40 m/sek.

Fyrri greinNotaleg jólastund í Selfosskirkju í kvöld
Næsta grein„Meira af barnmörgum og stærri fjölskyldum sem þurfa aðstoð“