Austan stormur í kvöld og nótt

Í kvöld gengur í austan storm á Suðurlandi og er útlit fyrir hríðarveður á fjallvegum með lélegu skyggni.

Undir Eyjafjöllum verður varhugavert ferðaveður en þar má búast við 20-25 m/sek í nótt með hviðum um 40 m/sek.

Lægðinni fylgir rigning á láglendi og ekki mun lægja að ráði fyrr en undir hádegi á miðvikudag.

Fyrri greinParafimi í Rangárhöllinni í kvöld
Næsta greinKvenfélagið Hallgerður styrkir samfélagið