Aurskriða við Koltungu

Aurskriða féll að bænum Koltungu undir Eyjafjöllum í morgun, rétt vestan við fjósið á bænum.

Skriðan lokaði veginum heim að bænum en mikið vatnsveður hefur verið á svæðinu. Í hádegisfréttum RÚV kom fram að aur, grjót og aska sé í skriðunni sem kom úr gili í Steinafjalli ofan við Koltungu. Skriðan hreif með sér girðingar og skemmdi tún.

Skógafoss er svartur á að líta þar sem mikil aska er í ánni og Skógá var lík jökulfjóti í morgun. Þá rann Svaðbælisá yfir þjóðveg 1 vestan við brúna.

Fyrri greinÁ þriðja þúsund í morgunmat
Næsta grein„Ég stend ráðalaus úti í polli“