Aurbleyta á Fimmvörðuhálsi

Vegurinn frá Skógum upp á Fimmvörðuháls er lokaður fyrir allri umferð vegna aurbleytu og hættu á gróðurskemmdum. Fréttir af því að slóðinn hafi verið opnaður eru ekki réttar að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.

Lögreglan bendir á að svæðið sé mjög viðkvæmt og til að koma í veg fyrir náttúruspjöll hefur slóðanum verið lokað með keðju til að koma í veg fyrir umferð.

Fyrri greinHvarf frá Götusmiðjunni
Næsta greinMeirihlutinn fallinn í Ölfusinu