Aukning í leigusamningum íbúðarhúsnæðis

Nokkur fjölgun hefur orðið á þinglýstum leigusamningum um íbúðarhúsnæði á Suðurlandi. Þannig voru 38 slíkir gerðir í júní sl. og fjölgaði þeim um rúm 15% á milli ára.

Er þetta nokkuð umfram landsmeðaltal sem reyndist 8,8%. Fjöldinn er þó mjög áþekkur því sem verið hefur nokkur undanfarin ár, en talsvert hærri en í júní 2007, þegar aðeins 22 slíkir leigusamingar voru gerðir.

Fyrri greinGert við leka í Þorlákshöfn
Næsta greinHlynur setti vallarmet á Flúðum