Aukning í hrossaslátrun hjá SS

Að sögn Guðmundar Svavarssonar framleiðslustjóra SS á Suðurlandi hefur rekstur eininga fyrirtækisins á Suðurlandi gengið mjög vel, og umsvifin vaxið talsvert.

Á Hvolsvelli hefur orðið talsverð veltuaukning í kjötiðnaðinum og hið sama má segja um Reykjagarð á Hellu, sem er í 100% eigu SS.

Sláturfélag Suðurlands hagnaðist um 463 milljónir á síðasta ári og er rekstur þess og eiginfjárstaða sterk, eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú um 50%.

Aukning í hrossaslátrun
„Það hefur orðið aukning í slátrun og markaðurinn tekur vel við,“ segir Guðmundur. Hann segir að sem dæmi hafi hrossaslátrun slegið öll met á síðustu misserum, þar sé um tvöföldun að ræða. „Það hefur orðið alger viðsnúningur í því,“ segir Guðmundur en langmest af kjötinu fer til útflutnings, að mestu til Rússlands. Og verðið til bænda hefur nærri þrefaldast.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinAfturkalla leyfi á fjóra hunda
Næsta greinViðar Örn í Fylki