Aukning í fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð til einstaklinga frá Sveitar­félaginu Árborg hefur næstum tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra.

Bæjarráð Árborgar lýsti yfir áhyggjum út af þessari miklu aukningu eftir að upplýsingar um þetta voru birtar á fundi ráðsins fyrir skömmu.

„Þetta er mikið ungt fólk sem hefur aldrei verið á vinnumarkaði og á því ekki rétt á atvinnuleysisbótum,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar.

Nú er unnið að því að skoða tölurnar til að fá betri mynd af því hvers vegna aukningin er svo mikil. „Við erum að rýna í tölurnar og munum fá niðurstöðuna á næstunni, en sennilega skiptir ástandið í landinu þarna mestu.“

Fyrri greinBanaslys í Hrunamannahreppi
Næsta greinReksturinn jákvæður í fyrra