Auknar líkur á jarðskjálftum á Hellisheiði

Vegna breytinga í tengslum við niðurdælingu hjá Hellisheiðarvirkjun telja vísindamenn að tímabundið séu auknar líkur á að jarðskjálftar verði á niðurdælingarsvæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni, sveitarstjórn Ölfuss, lögreglustjóranum á Suðurlandi og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Í tilkynningunni kemur fram að slíkir jarðskjálftar gætu náð þeirri stærð að finnst vel í byggð.

Áætlað er að aðgerðin standi yfir í um mánuð og ljúki þann 19. júní næstkomandi.

Fyrri greinÆgir og Árborg úr leik
Næsta greinNýtt aðalskipulag undirritað