Aukin skriðuhætta í vatnsveðrinu

Á Laugaveginum. Horft suður að Álftavatni, Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í baksýn. Ljósmynd Ⓒ Mats Wibe Lund

Í kvöld og nótt er spáð talsverðri úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu. Mikil úrkoma verður á sunnanverðum Vestfjörðum, og síðar í kvöld í grennd við fjöll sunnanlands, t.d. við Mýrdalsjökul og Langjökul.

Í tilkynningu frá vatnasérfræðingi Veðurstofunnar segir að svona mikil úrkomuákefð geti aukið skriðu- og grjóthrunshættu á þessum svæðum.

Ferðafólk er hvatt til að sýna sérstaka aðgát í fjallendi og við vöð.

Fyrri greinSpennan eykst í toppbaráttunni
Næsta grein„Lífið er alltof stutt til að borða óspennandi mat“