Aukin skjálftavirkni á Nesjavöllum

Orka náttúrunnar vekur athygli á aukinni niðurdælingu í niðurrennslisholur í Kýrdal á Nesjavöllum. Aukning á flæði er framkvæmd í þrepum til að lágmarka líkur á finnanlegri skjálftavirkni.

Aðgerðirnar munu taka tvo daga, frá 9. og 10. júní og í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kemur fram að áætla megi að aukin skjálftavirkni verði fram að mánaðamótum.

Frekari upplýsingar um niðurdælingar má finna á vef Orku náttúrunnar