Aukin rafleiðni í Markarfljóti

Entujökull. Stóra-Mófell og Mófellshnausar í forgrunni. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Aukin rafleiðni hefur mælst í Markarfljóti samhliða hækkandi vatnshæð. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að líklegasta skýringin sé talin vera lítilsháttar leki jarðhitavatns í ána.

Fólk getur orðið vart við brennisteinslykt í nálægð við ána og við jökulsporð Entujökuls, austan við Emstrur.

Fyrri greinSiggi Jóns sýnir í Listagjánni
Næsta greinMaður fannst látinn á Selfossi