Aukið úrval og lengri opnunartími

Rekstur Vínbúðarinnar á Flúðum gengur vel en frá því að verslunin var opnuð í júní árið 2009 hefur viðskiptavinum fjölgað og salan aukist jafnt og þétt.

Í frétt á heimasíðu Vínbúðarinnar segir að í ljósi þessa hafi verið ákveðið að fjölga tegundum í versluninni úr 100 tegundum í 200 vegna mikillar sölu auk þess sem opnunartími verslunarinnar var aukinn frá 1. júní síðastliðnum.

Fyrri greinÖruggt hjá Árborg en Stokkseyri fékk skell
Næsta greinÞórir heiðraður fyrir leik