Aukið rennsli í Markarfljóti

Vatnsrennsli hefur aukist mikið í Markarfljóti við gömlu Markarfljótsbrúnna og hefur vatnsyfirborð hækkað um 84 cm á skömmum tíma.

Rennsli hefur einnig aukist í Lóninu sem kemur frá Gígjökli.

Ferðamenn staddir í Þórsmörk eru beðnir að halda kyrru fyrir.

Fyrri greinBændur fá að sinna búpeningi
Næsta greinGreinilegir gosstrókar