Aukið lögreglueftirlit um helgina

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að auka umferðarlöggæslu lögregluumdæmanna á Selfossi og á Hvolsvelli um verslunarmannahelgina með lögreglumönnum og lögreglubifreiðum frá ríkislögreglustjóra.

Einnig mun ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæslan og lögreglustjórarnir á Selfossi og Hvolsvelli eiga samstarf um umferðareftirlit með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tækjabúnaður verður í þyrlunni til eftirlits með hraðakstri.

Í tilkynningu vegna þessa óskar lögreglan öllum góðrar verslunarmannahelgar og beinir því til þeirra sem hyggja á ferðalög að sýna tillitssemi og aðgát.

Fyrri greinSumartónleikar í Skálholti í kvöld
Næsta greinLSD fannst hjá fíkniefnasala á Selfossi