Aukið flæði upplýsinga

Á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra fyrir stuttu var ákveðið að kanna þann möguleika að koma á upptökukerfi á fundum sveitarstjórnar og senda þá beint út á heimasíðu sveitarfélagsins.

Þetta verður gert til þess að auka flæði upplýsinga til íbúa og þannig kynna þeim störf sveitarstjórnar. Tillagan kom frá meirihluta sveitarstjórnarinnar.

Minnihluti Á-lista kom með þá tillögu að litið yrði til þess möguleika að setja einnig upptökur frá fundunum á heimasíðu sveitarfélagsins.

Tillagan í heild sinni var samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að vinna frekar í málinu og setja fram kostnaðaráætlun.

Á sama fundi var samþykkt að kanna umfang og kostnað við það að sveitarfélagið gæfi út fréttabréf tvisvar til þrisvar á ári.

Fyrri greinGrunnskólamótinu frestað
Næsta greinNorskir fylkisþingmenn heimsóttu ströndina