Aukaframlag nýtist heilsugæslunni á Hellu

Þrýst er á stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að falla frá áformum sínum um að loka heilsugæslustöðinni á Hellu.

Samkvæmt heimildum Sunnlenska hefur verið ákveðið að veita 31 milljón króna í viðbótarframlag til stofnunarinnar á næsta ári. Eftir því sem heimildir blaðsins segja munu þau skilaboð hafa komið úr velferðarráðuneytinu að tillit skuli tekið til stöðvarinnar á Hellu í rekstrarskipulagi HSu á næsta ári útfrá þessu framlagi.

Því er ljóst að pólitíkin þrýstir fast á að hætt verði við lokunina.

Nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinLeiðindaveður í Mýrdalnum
Næsta greinÆviminningar, spennusögur og ljóð í Bókakaffinu