Aukafé til að ráða sálfræðinga

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að Heilbrigðisstofnun Suðurlands og fleiri heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fái samtals 34,4 milljóna aukaframlag til að ráða sálfræðinga.

Auk HSu er um að ræða Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Heilbrigðisstofnun Austurlands.

Í frumvarpinu segir að markmiðið sé að bæta þjónustu heilsugæslunnar og aðgengi að henni með því að fjölga heilbrigðisstéttum í grunnþjónustunni. Unnið sé að breskri fyrirmynd um hvernig auka megi aðgengi að sálfræðingum þar sem gert sé ráð fyrir að einn sálfræðing þurfi á hverja 9.000 íbúa.

RÚV greinir frá þessu.

Fyrri greinSpennu hleypt á Hellulínu 2
Næsta greinStigamet hjá báðum kynjum