Auglýst eftir vitnum

Sl. þriðjudagskvöld var ekið á ljósbrúna Toyota LandCruiser bifreið þar sem hún stóð mannlaus við verslun TRS á Eyravegi á Selfossi, líklega á tímabilinu kl. 19:00 – 19:30.

Sá sem varð valdur af tjóninu ók af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið. Lögreglan leitar að svartri eða dökkblárri Honda Civic fólksbifreið eða Toyota Corolla, með brotið afturljós.

Þeir sem upplýsingar geta veitt um málið eru vinsamlegast beðnir um að hringja í síma 444 2010, á milli kl. 8:00 og 16:00 eða senda tölvupóst á sudurland@logreglan.is.

Fyrri greinEinar Kára og Elfar Logi heimsækja Selfoss
Næsta greinFyrirtæki á Suðurlandi vantar starfsfólk