Auglýst eftir verkefnisstjóra innflytjendamála

Rangárþing eystra hefur auglýst eftir verkefnastjóra fyrir þróunarverkefni um innflytjendamál í sveitarfélaginu. Um er að ræða 25% starf sem felst í vinnu með þeim íbúum svæðisins sem eru af erlendum uppruna og aðstoða þá við að aðlagast samfélaginu.

Í Rangárþingi eystra eru um 10% íbúa með erlendan ríkisborgararétt og markmið verkefnisins er að þróa móttökuferli þegar íbúar með erlendan ríkisborgararétt flytja í sveitarfélagið.

Um er að ræða nokkurskonar tengilið sem ætlað er að aðstoða íbúana við að aðlagast samfélaginu, hvort sem er í tengslum við skólakerfið, starfsvettvang eða þátttöku í félags- og mannlífi samfélagsins.

Umsóknarfrestur er til 13. maí og þurfa umsækjendur m.a. að hafa gott vald á íslensku, ensku og pólsku og jafnvel fleiri tungumálum.

Um er að ræða tímabundið verkefni.

Fyrri greinÓli Þ: Áskorun
Næsta greinBjörn hlaut umhverfisviðurkenningu Hveragerðis