Hveragerðisbær mun á næstunni auglýsa stöðu umhverfisfulltrúa lausa til umsóknar í annað sinn á þessu ári.
Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðis í gær var tekið fyrir bréf frá Kristni H. Þorsteinssyni, umhverfisfulltrúa, þar sem hann segir upp starfi sínu af persónulegum ástæðum. Kristinn var ráðinn til starfans í maí sl.
Bæjarstjórn þakkar Kristni vel unnin störf hjá Hveragerðisbæ og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Bæjarstjóra var falið að auglýsa stöðuna aftur í samvinnu við Capacent.