Auglýst eftir tveimur skólastjórum á Selfossi

Leikskólinn Goðheimar sem er í byggingu við Engjaland á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sveitarfélagið Árborg hefur auglýst lausar til umsóknar tvær skólastjórastöður í nýjum skólum á Selfossi.

Annars vegar vegar vantar skólastjóra við leikskólann Goðheima við Engjaland sem áætlað er að opna í mars 2021 og hins vegar nýjan grunnskóla í Björkurstykki sem opnar haustið 2021. 

Ráðið verður í bæði störfin frá og með 1. janúar 2021 en skólastjórarnir munu koma að allri undirbúningsvinnu og faglegu samstarfi í tengslum við opnun skólanna. 

Umsóknarfrestur er til 13. september 2020. 

Fyrri grein„Heiður að vera í þessum hópi“
Næsta greinÞyrla sótti slasaða konu á Fimmvörðuháls