Auglýst eftir tilnefningum til menntaverðlaunanna

Flúðaskóli fékk verðlaunin 2019 fyrir frábært leiklistarstarf. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa auglýst eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2020.

Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að skila inn tilnefningu til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur.

Hægt er að tilnefna alla sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, svo semleikskólar, grunnskólar, framhaldssskólar, símenntunarstöðvar, háskólastofnanir, kennarar, einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélag/skólanefndir og foreldrafélög.

Meðal þeirra sem hlotið hafa Menntaverðlaun Suðurlands á síðustu árum eru leiklistarstarf í Flúðaskóla, kór Menntaskólans að Laugarvatni og Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands.

Tilnefningarnar sendist á netfangið menntaverdlaun@sudurland.is fyrir 6. janúar.

Fyrri greinJarðskjálfti við Stóra-Háls
Næsta greinFlestir fylgjandi því að kosið verði um sameiningu