Auglýst eftir tillögum að nöfnum á göturnar

Nýr miðbær á Selfossi. Mynd/Batteríið

Sigtún þróunarfélag hefur ákveðið að leita til íbúa um tillögur að nöfnum á þær götur sem liggja í gegnum nýja miðbæinn á Selfossi.

Um er að ræða A-götu, sem er einstefnugata til suðurs frá hringtorgi að bæjargarði og B-götu, sem er einstefnugata til austurs frá Kirkjuvegi að Sigtúni.

Tekið verður á móti tillögum til og með 15. desember á netfangið nafn@midbaerselfoss.is og er æskilegt að með fylgi rökstuðningur fyrir nafnatillögunum.

Guðjón Arngrímsson er formaður dómnefndar, sem mun vinna úr innsendum tillögum og leggja götuheitin til við bæjarráð Árborgar.

Fyrri greinBifreið gjörónýt eftir eld
Næsta greinLíklega lokað frá Hvolsvelli að Vík