Auglýst eftir tillögum að nöfnum á göturnar

Nýr miðbær á Selfossi. Mynd/Batteríið

Sigtún þróunarfélag hefur ákveðið að leita til íbúa um tillögur að nöfnum á þær götur sem liggja í gegnum nýja miðbæinn á Selfossi.

Um er að ræða A-götu, sem er einstefnugata til suðurs frá hringtorgi að bæjargarði og B-götu, sem er einstefnugata til austurs frá Kirkjuvegi að Sigtúni.

Tekið verður á móti tillögum til og með 15. desember á netfangið nafn@midbaerselfoss.is og er æskilegt að með fylgi rökstuðningur fyrir nafnatillögunum.

Guðjón Arngrímsson er formaður dómnefndar, sem mun vinna úr innsendum tillögum og leggja götuheitin til við bæjarráð Árborgar.