Auglýst eftir sveitarstjóra

„Við munum auglýsa eftir nýjum sveitarstjóra enda gaf Margrét Sigurðardóttir, núverandi sveitarstjóri, það út fyrir kosningarnar að hún myndi ekki gefa kost á sér áfram í starfið.

Auglýst verður í júnímánuði og við vonumst til að nýr sveitarstjóri verði kominn til starfa 1. ágúst,“ segir Árni Eiríksson, tilvonandi oddviti sveitarstjórnar Flóahrepps.

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar er í dag, mánudag. Ráðningartími Margrétar rennur út um næstu mánaðarmót en hún mun væntanlega starfa eitthvað lengur.

Árni er eini karlmaðurinn í nýju sveitarstjórninni en konurnar fjórar eru þær Svanhvít Hermannsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Sigurbára Rúnarsdóttir og Elín Höskuldsdóttir.

Fyrri greinElsti Sunnlendingurinn 104 ára í dag
Næsta greinNÚNA