Auglýst eftir sóknarpresti í Hveragerðisprestakalli

Biskup Íslands hefur auglýst embætti sóknarprests í Hveragerðisprestakalli laust til umsóknar. Skipað verður í embættið frá 1. desember næstkomandi til fimm ára.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda og velur nefndin fjóra til fimm hæfustu umsækjendurna. Kjörnefnd Hveragerðisprestakalls kýs svo sóknarprest úr hópi umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar.

Embættið er auglýst með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla í Suðurprófastsdæmi hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Umsóknarfrestur er til miðnættis miðvikudaginn 16. október.

Sr. Gunnar Jóhannesson var settur sóknarprestur í prestakallinu tímabundið í september á síðasta ári.

Fyrri greinÞrjú sæti laus í Suðurlandsdeildinni
Næsta greinVISS sýnir í Galleríinu undir stiganum