Auglýst eftir sóknarpresti í Hruna

Embætti sóknarprests í Hrunaprestakalli hefur verið auglýst laust til umsóknar en sr. Eiríkur Jóhannsson í Hruna hefur verið skipaður í embætti prests í Háteigsprestakalli í Reykjavík frá 1. september næstkomandi.

Umsóknarfrestur um embætti sóknarprests í Hruna rennur út þann 5. ágúst næstkomandi en skipað er í embættið frá 1. september, til fimm ára.

Í Hrunaprestakalli eru fjórar sóknir; Hrepphólasókn, Hrunasókn, Ólafsvallasóknog Stóra-Núpssókn. Íbúar í prestakallinu eru rúmlega tólfhundruð.

Valnefnd velur sóknarprest samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta en óski minnst þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu eftir því að almenn prests­kosning fari fram er skylt að verða við því.

Fyrri greinHeiðra minningu Þorkels
Næsta greinÁsgeir áfram sveitarstjóri