Auglýst eftir sóknarpresti í Eyrarbakkaprestakalli

Eyrarbakkakirkja. sunnlenska.is/Björn Ingi Bjarnason

Biskup Íslands hefur auglýst eftir sóknarpresti til þjónustu í Eyrarbakkaprestakall frá og með 1. febrúar næstkomandi.

Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir, Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsókn og kirkja er í hverri sókn.

Einn sóknarprestur starfar í prestakallinu, en umtalsvert samstarf er við presta Selfossprestakalls. Sr. Arnaldur Bárðarson var settur til þjónustu í prestakallinu eftir að sr. Kristján Björnsson lét af embættinu og var vígður vígslubiskup í Skálholti haustið 2018.

Allar gildar umsóknir fara til matsnefndar sem velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna. Kjörnefnd Eyrarbakkaprestakalls kýs svo prest úr þeim hópi að loknu valferli kjörnefndar.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 18. desember 2019.

Fyrri greinÖll sveitarfélög á Íslandi verði barnvæn
Næsta greinAntipov kominn með tvo vinninga