Auglýst eftir slökkviliðsstjóra

Ráðningarstofan Hagvangur auglýsir eftir slökkviliðsstjóra fyrir Brunavarnir Árnessýslu í nýjasta tölublaði Sunnlenska sem kemur út í dag.

Kristjáni Einarssyni, fyrrverandi slökkviliðsstjóra, var sagt upp á dögunum en ekki kemur fram í auglýsingunni hvenær nýr slökkviliðsstjóri á að taka til starfa.

Slökkviliðsstjóri hefur yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðsins og ber ábyrgð á faglegri starfsemi þess, svo eitthvað sé nefnt.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um en umsækjendur skulu meðal annars hafa löggildingu sem slökkviliðsmenn og hafa starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum.

Umsóknarfrestur er til 6. desember næstkomandi.

Fyrri greinTekist á um rekstrarstöðuna í bæjarstjórn
Næsta greinÞrjú HSK met sett og ein metjöfnun