Auglýst eftir skólastjóra

Arndís Jónsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar, hefur sagt upp störfum frá og með 31. júlí.

Starfið hefur verið auglýst og er ráðningarferlið í höndum Capacent Ráðninga. Umsóknarfrestur er til og með 27. mars nk.

Að sögn Drífu Kristjánsdóttur, oddvita, er vonast til þess að það liggi fyrir hver eftirmaður Arndísar verði um miðjan apríl.