Auglýst eftir skólastjóra í Flóaskóla

Kristín Sigurðardóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem skólastjóri Flóaskóla og mun sveitarstjórn Flóahrepps auglýsa stöðuna lausa til umsóknar.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var Kristínu þakkað fyrir góð og vönduð störf sem skólastjóri frá stofnun Flóaskóla árið 2004.

Kristín fór í launalaust leyfi frá störfum sínum í eitt skólaár þann 1. ágúst sl. eftir að hafa boðist staða deildarstjóra í gæðaeftirlitsdeild lyfjafyrirtækisins Actavis í Hafnarfirði.

Guðmundur Freyr Sveinsson var ráðinn í stöðu skólastjóra til eins árs, á meðan Kristín er í leyfi.

Fyrri greinLögreglan á Hvolsvelli komin á Facebook
Næsta greinKFR í toppbaráttunni – Hamar og Stokkseyri töpuðu