Auglýst eftir presti í Þorlákshöfn

Sr. Baldur Kristjánsson, fráfarandi sóknarprestur í Þorlákshöfn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Biskup Íslands hefur auglýst embætti sóknarprests í Þorlákshafnarprestakalli laust til umsóknar frá og með 1. febrúar næstkomandi.

Sr. Baldur Kristjánsson lét af embætti sökum aldurs í sumar og var kvaddur í messu á sjómannadaginn.

Í Þorlákshafnarprestakalli, eru tvær sóknir, Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn, með tæplega 1.800 íbúa og þrjár kirkjur; Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, Hjallakirkju að Hjalla í Ölfusi og hina fornfrægu Strandarkirkju í Selvogi.

Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudagsins 9. desember næstkomandi.

Fyrri greinHulda keppti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti
Næsta greinÞórir styður áfram við bakið á handboltanum