Auglýst eftir nýjum skólastjóra

Flóahreppur hefur auglýst eftir nýjum skólastjóra Flóaskóla frá 1. ágúst næstkomandi í stað Önnu Gretu Ólafsdóttur sem sagt var upp á dögunum.

Leitað er að kraftmiklum og lausnamiðuðum leiðtoga með metnað og einlægan áhuga á skólastarfi.

Umsóknarfrestur er til 29. maí næstkomandi en Flóahreppur fékk Capacent til þess að sjá um ráðningarferlið.

Fyrri greinMark í andlitið í uppbótartíma
Næsta greinGrýlupottahlaup 4/2017 – Úrslit