Auglýst eftir framboðum

Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur auglýst eftir framboðum í prófkjöri við val frambjóðenda á framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar.

Prófkjörið fer fram laugardaginn 26. janúar næstkomandi en framboðsfrestur rennur út föstudaginn 14. desember kl. 16.

Flokksbundnir einstaklingar geta gefið kost á sér í prófkjörinu en með hverju framboði skal liggja fyrir meðmælendalisti tuttugu flokksbundinna sjálfstæðismanna, búsettra í kjördæminu.

Fyrri greinÓvenju rólegt hjá Selfosslöggunni
Næsta greinSelfoss í 8-liða úrslit eftir magnaðan sigur