Auglýst eftir aðila til reksturs líkamsræktarstöðvar

Sveitarfélagið Árborg hefur auglýst eftir samstarfsaðila vegna reksturs líkamsræktarstöðvar í nýrri viðbyggingu við Sundhöll Selfoss sem stendur til að reisa.

Í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir framkvæmdum við nýbygginguna á árunum 2013 og 2014. Sveitarfélagið vill að mögulegur rekstraraðili geti tengst hönnunarferlinu frá upphafi en stærð gólfflatar fyrir stöðina getur verið allt að 1.200 fermetrar.

Ekki er um bindandi tilboð að ræða heldur viðræður um eignar- og rekstrarform og áskilur sveitarfélagið sér rétt til að hafna öllum aðilum.

Fyrri greinMajewski höfuðkúpubrotinn
Næsta greinGaf Álfheimum veglegt gjafabréf