Auðvelt að bæta á sig kílóum á HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Auglýst hefur verið eftir aðstoðarlækni á bráðamóttöku Heilbrigðistofnun Suðurlands á Selfossi.

Í auglýsingunni kemur fram að umsækjendurnir þurfi ekki aðeins að vera góðir í mannlegum samskiptum og sýna frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð heldur þarf viðkomandi að vera viðbúinn því að þyngjast.

Víðir Óskarsson, yfirlæknir, er greinilega með góðan húmor því í auglýsingunni eru hugsanlegir umsækjendur varaðir við því að á HSU á Selfossi er rekið besta mötuneyti á landinu og því auðvelt að bæta á sig nokkrum kílóum.

Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst.