Auður nýr formaður Suðurlandsdeildar

Formannsskipti urðu á aðalfundi Suðurlandsdeildar Félags kvenna í atvinnurekstri sem haldinn var í Eldhúsinu á Selfossi þann 15. september síðastliðinn.

Rósa Traustadóttir lét af formennsku og voru henni þökkuð frábær vinna og góð ár sem formaður FKA á Suðurlandi. Auður I. Ottesen var kjörin nýr formaður.

Auk hennar í stjórn eru þær Alda Sigurðardóttir og Katharina Sibylla Snorradóttir.

Spennandi tímar eru framundan og konurnar spenntar fyrir komandi vetri. Framkvæmdarstjóri samtakanna, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, var gestur fundarins