Auður Erla stýrir Heklukoti

Nú um mánaðamótin tók Auður Erla Logadóttir við sem leikskólastjóri á Heklukoti á Hellu. Hún tekur við starfinu að Þórunni Ósk Þórarinsdóttur esm ákvað í haust að hverfa til annarra starfa.

Auður Erla er alin upp á Hellu og þekkir vel til á Heklukoti enda hefur hún starfað þar frá árinu 2009, nú síðast sem deildarstjóri. Hún er uppeldisfræðingur frá KPS í Kaupmannahöfn.

Fyrri greinFullskipað lið Ásahrepps í Útsvari
Næsta greinRangæingar áfram í Útsvarinu