Auðbjörg vann í blöðruleiknum

Á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi í ágúst sl. stóð Sjóvá fyrir skemmtilegum leik í bæjargarðinum.

Þar gátu gestir hátíðarinnar giskað á fjölda af blöðrum sem komið hafði verið fyrir í skrikbíl Sjóvá.

Góð þátttaka var í leiknum og í síðustu viku var dregið úr svörum þeirra sem komust næst blöðrufjöldanum. Nafn Auðbjargar Lilju Lindberg kom upp úr hattinum og hlaut hún glæsilega vinninga frá Rauða húsinu og Riverside Spa.