ÁTVR opnar aftur á Hellu

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur ákveðið að opna á ný vínbúð á Hellu.

Verslunin verður staðsett á sama stað og áður, á jarðhæðinni í stjórnsýsluhúsinu við hlið Kjarvals. Ráðgert er að opna í júní.

Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, segir heimamenn ánægða með þessa þróun mála, enda sé um að ræða þjónustubót.