Atvinnumálanefnd vill hjúkrunarheimili í Laugarási

Atvinnumálanefnd Bláskógabyggðar vill kanna möguleikann á að byggja upp hjúkrunarheimili í sveitarfélaginu.

Á undanförnum misserum hafa einstaklingar í sveitarfélaginu þurft að flytjast á brott og í einhverjum tilfellum farið um nokkuð langan veg til að sækja viðunandi þjónustu.

Á fundi nefndarinnar í síðustu viku kom fram að innan sveitarfélagsins sé umræða um að hægt sé að koma á fót hjúkrunarheimili á lóð hótelsins í Laugarási og húsnæði þess jafnvel keypt undir starfsemina.

Í Laugarási er heilsugæsla og hefur það ýtt undir umræðuna um að hjúkrunarheimili verði þar.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinGlæsileg töltveisla í Ölfushöllinni
Næsta greinAndrea leiðir Dögun í Suðurkjördæmi