Atvinnuleysi minnkar um fjórðung milli ára

Atvinnuleysi hélst áfram í lágmarki á Suðurlandi í september og var 3,1% og hafði minnkað um 0,2% frá því í ágúst. Atvinnuleysi var 4,0% á sama tíma fyrir ári síðan og hefur því dregist saman um fjórðung.

Að jafnaði voru 376 atvinnulausir á Suðurlandi í september. Aðeins var 2,4% atvinnuleysi meðal karla en 4% meðal kvenna. Þetta eru nákvæmlega sömu tölur og sáust í júlí síðastliðnum.

Langflestir voru skráðir atvinnulausir í Árborg í september eða 176. Þeim hafði hins vegar fækkað um 32 milli mánaða. Næst flestir voru atvinnulausir í Hveragerði eða 55.

Fyrri greinHandtekinn enn á ný eftir íkveikju
Næsta greinÓskar Reykdals: Inflúensan komin á Selfoss