Atvinnulausir fá ekki frítt í sund frekar en aðrir

Hreppsráð Rangárþings ytra telur sér ekki fært að veita atvinnulausum frían aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins.

Á fundi ráðsins nýverið lá fyrir beiðni frá Vinnumálastofnun um að atvinnuleitendur fengju frítt í sundlaugar á Suðurlandi.

Í bókun ráðsins segir að í ljósi þess að lægstu launin í samfélaginu séu svipuð atvinnuleysisbótum, sjái hreppsráð sér ekki fært að veita gjaldfrjálsan aðgang að sundlaugum fyrir einn hóp umfram annan.

Hreppsráð bendir Vinnumálastofnun að snúa sér til velferðarráðuneytisins með erindið.

Fyrri greinSASS mátti semja við Hópbíla
Næsta greinIlla haldinn af bráðaofnæmi