Atvinnulausir fá ekki frítt í sund frekar en aðrir

Hreppsráð Rangárþings ytra telur sér ekki fært að veita atvinnulausum frían aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins.

Á fundi ráðsins nýverið lá fyrir beiðni frá Vinnumálastofnun um að atvinnuleitendur fengju frítt í sundlaugar á Suðurlandi.

Í bókun ráðsins segir að í ljósi þess að lægstu launin í samfélaginu séu svipuð atvinnuleysisbótum, sjái hreppsráð sér ekki fært að veita gjaldfrjálsan aðgang að sundlaugum fyrir einn hóp umfram annan.

Hreppsráð bendir Vinnumálastofnun að snúa sér til velferðarráðuneytisins með erindið.