„Atvinnugreinar samfélagsins talaðar niður“

Aðalfundur Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi, skorar á sveitarstjórn Skaftárhrepps að við umfjöllun um uppbyggingu atvinnulífs í sveitarfélaginu verði sjálfbærni og langtímasjónarmið lögð til grundvallar.

Fundurinn var haldinn í Tunguseli í síðustu viku en þar var samþykkt ályktun þar sem fram kemur að virkjanaframkvæmdir í viðkvæmri og einstakri náttúru Skaftárhrepps séu ósjálfbærar skammtímalausnir.

Fundurinn hvetur sveitarstjórn til að stuðla að uppbyggilegri umræðu um helstu undirstöðuatvinnuvegi sveitarfélagsins, landbúnað og ferðaþjónustu, í stað þess að draga einungis fram neikvæða þætti varðandi íbúaþróun og tekjusamdrátt.

„Stöðug orðræða forystumanna sveitarfélagsins, þar sem helstu atvinnugreinar samfélagsins eru talaðar niður, spillir ímynd sveitarfélagsins og er ekki til þess fallin að laða að fólk til búsetu og uppbyggingar í sveitarfélaginu, né styrkja sjálfsmynd íbúanna. Neikvæð íbúaþróun og tekjusamdráttur er þekkt þróun í dreifbýli en ekki sérstaklega einkennandi fyrir Skaftárhrepp. Því er stjórnvöldum í sveitarfélaginu nær að hlúa að samfélaginu og styrkja innan frá, enda eru allmörg störf að spretta upp, bæði í landbúnaði og ferðaþjónustu,“ segir í ályktuninni.

Fyrri greinFerðamenn í vanda við Hrafntinnusker
Næsta greinFjóla sigraði í tveimur greinum