Lögreglan á Suðurlandi hvetur atvinnubílstjóra til þess að skoða ökuskírteini sitt og kanna hver gildistími aukinna ökuréttinda er.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir að af og til þurfi að kyrrsetja hópa fólks þar sem bílstjóri þeirra reynist ekki með réttindi í lagi. Einn slíkur var stöðvaður í síðustu viku í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.
Þrír ökumenn fólksflutningabifreiða reyndust voru ekki með ökumannskort sitt í ökurita bifreiða sem þeir óku.
Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að tuttugu umferðaróhöpp voru tilkynnt í síðustu viku. Minniháttar meiðsli urðu í fjórum þeirra en engin alvarleg.