„Átti ekki alveg von á þessu“

Landsmenn eru nú komnir með nýja Ferðagjöf í símann sinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það var brjálað að gera á mörgum veitingastöðum í gær þar sem landsmenn höfðu síðasta séns til að nýta Ferðagjöf ársins 2020.

Kaffi Krús á Selfossi fór ekki varhluta af þessu en þar var mikil örtröð í gærkvöldi. Og vertinn var hissa.

„Já, ég átti ekki alveg von á þessu. Ég auglýsti reyndar og benti fólki á að nýta ferðagjöfina en það voru greinilega mjög margir sem áttu eftir að nota hana og það má segja að dagurinn hafi komið okkur skemmtilega á óvart. Yfirleitt er síðasti dagur mánaðarins rólegur,“ sagði Tómas Þóroddsson á Kaffi Krús í samtali við sunnlenska.is. Hann var að langt fram eftir kvöldi.

„Ég breytti síðustu Ferðagjöfinni í gjafabréf kl. 23:45 en Ferðagjafirnar 2020 runnu út á miðnætti,“ bætti Tómas við.

Ný ferðagjöf ársins 2021 tók gildi í dag, þann 1. júní og gildir hún til 30. september næstkomandi. Og eins og sú fyrri er hún 5.000 krónur til allra sem hafa lögheimili á Íslandi og eru fæddir 2003 eða fyrr.

Fyrri greinÁrborgarar einráðir á vellinum
Næsta greinDatt á hlaupahjóli og rotaðist