Átta til tíu bíla árekstur við Litlu kaffistofuna

Suðurlandsvegi var lokað fyrir stundu vegna nokkurra umferðaróhappa. Fyrir neðan Litlu kaffistofuna eru átta til tíu bílar í einni kös og neðst í Hveradalabrekkunni lentu að minnsta kosti fimm bílar í árekstri.

Snælduvitlaust veður er á þessum slóðum og blindaskafrenningur.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi voru lögreglumenn á leið á vettvang í Skíðaskálabrekkunni til að reyna að aðstoða ökumenn.

Þá hafa björgunarsveitir einnig verið sendar lögreglu til aðstoðar.

Fyrri greinAllt á kafi í snjó í Gunnarsholti
Næsta greinBjörgunarsveit til taks ef þörf er á sjúkraflutningum