Átta sækja um stöðu skólastjóra

Tónlistarskóli Rangæinga.

Átta sóttu um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Rangæinga en umsóknarfrestur rann út um miðjan apríl.

Umsækjendurnir eru Ingibjörg H. Einarsdóttir, Ingibjörg Erlingsdóttir, Íris Erlingsdóttir, Ólafur Rúnarsson, Sandra Rún Jónsdóttir, Sigríður K. Viðarsdóttir, Vigdís Klara Aradóttir og Zbigniew Zuchowicz.

Verið er að vinna úr umsóknum og umsækjendur hafa verið boðaðir í viðtöl í þessari viku. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í maí og að nýr skólastjóri taki til starfa í upphafi nýs skólaárs.

 

Fyrri greinMikil nákvæmisvinna að rækta rófufræ
Næsta greinEldri borgarar í Árborg fá hringingu frá símavini