Átta sækja um embætti sýslumanns

Alls bárust átta umsóknir um embætti sýslumanns á Suðurlandi sem auglýst var laust til umsóknar nýverið. Dómsmálaráðherra mun skipa í embættið frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Anna Birna Þráinsdóttir lætur þá af störfum en hún hefur verið í ársleyfi undanfarið ár til þess að sinna rekstri ferðaþjónustu sinnar undir Eyjafjöllunum. Kristín Þórðardóttir var settur sýslumaður frá 1. maí 2017 og hún er ein umsækjenda um starfið nú.

Umsækjendur um embættið eru:
Andri Björgvin Arnþórsson, lögfræðingur
Björn Hrafnkelsson, fulltrúi og staðgengill sýslumanns
Helgi Jensson, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglustjóranum á Austurlandi
Kristín Þórðardóttir, settur sýslumaður á Suðurlandi
Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
Sveinbjörn Rosén Guðlaugsson, lögfræðingur
Þuríður Árnadóttir, sviðsstjóri/staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu
Þuríður Björk Sigurjónsdóttir, héraðsdómslögmaður

Fyrri grein„Sigur fyrir íbúalýðræðið“
Næsta grein73 keppendur mættu á meistaramót HSK í badminton