Átta sækja um að stýra sjúkraflutningunum

Átta umsækjendur eru um stöðu yfirmanns sjúkraflutninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem auglýst var laus til umsóknar fyrir skömmu.

Umsækjendurnir eru:

Ármann Höskuldsson, lögreglu- og sjúkraflutningamaður.

Einar Tryggvason, húsasmiður, lögreglu- og sjúkraflutningamaður.

Guðjóna Björk Sigurðardóttir, sjúkraflutningamaður, MA hagnýt hagvísindi.

Hermann Marinó Maggýjarson, bifreiðasmiður, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.

Höskuldur Sverrir Friðriksson, sjúkraflutningamaður, bráðatæknir.

Soffía Rúna Lúðvíksdóttir, hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningamaður.

Styrmir Sigurðarson, sjúkraflutningamaður.

Urður Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningamaður.

Stefnt er að því að ganga frá ráðningunni í næstu viku.

Fyrri greinSÁÁ fundi frestað
Næsta greinRisatap á Nesinu